laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái

Laga tengingar við Bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái

Bluetooth-hljóð

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna tækið skaltu prófa þetta:
Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji Bluetooth og að kveikt sé á Bluetooth. Þú átt að sjá Bluetooth-hnappinn í aðgerðamiðstöðinni.
Tryggðu að kveikt sé á Bluetooth-hljóðtækinu og að hægt sé að finna það. Leitaðu frekari upplýsinga í leiðbeiningunum sem fylgdu tækinu eða farðu á vefsvæði framleiðandans.


Miracast-tæki

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna tækið skaltu prófa þetta:

  • Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji Miracast með því að skoða upplýsingarnar sem fylgdu því eða með því að fara á vefsvæði framleiðandans.
  • Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Wi-Fi.
  • Gakktu úr skugga um að skjárinn sem þú vilt tengjast við styðji Miracast og að kveikt sé á honum. Ef skjárinn styður ekki Miracast þarftu Miracast-millistykki (stundum kallað „tengistykki“) sem tengja má við HDMI-tengi.

WiGig-tæki

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna tækið skaltu prófa þetta:

  • Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji WiGig og að kveikt sé á því. Ef tölvan þín styður WiGig muntu sjá WiGig-hnapp í „Stillingar > Flugstilling .
  • Gakktu úr skugga um að skjárinn styðji WiGig. Ef svo er ekki þarftu að nota WiGig-tengikví.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *