hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?

Hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í Microsoft Edge?

Láshnappur við hliðina á veffangi vefsvæðis í Microsoft Edge°merkir að:
Það sem þú sendir inn á vefsvæðið og tekur á móti þaðan er dulritað, sem minnkar líkurnar á að utanaðkomandi aðilar geti komist í upplýsingarnar.
Vefsvæðið hefur verið staðfest, sem þýðir að fyrirtækið sem rekur svæðið er með vottorð sem sannar eignarhald þess. Smelltu á láshnappinn til að sjá hver á vefsvæðið og hver staðfesti það.

Halda áfram að lesa: hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?

skoða eða eyða vefferli í microsoft edge

Skoða eða eyða vefferli í Microsoft Edge

 

Vefferillinn eru upplýsingarnar sem Microsoft Edge man fyrir þig – þar á meðal upplýsingar sem þú hefur fært inn í eyðublöð, aðgangsorð og vefsvæði sem þú hefur heimsótt – og vistar í tölvunni þegar þú vafrar.

Halda áfram að lesa: skoða eða eyða vefferli í microsoft edge

færa atriði úr forritinu leslisti í microsoft edge

Færa atriði úr forritinu Leslisti í Microsoft Edge

Microsoft Edge er nýi vafrinn í Windows 10 og honum fylgir innbyggður leslisti sem gerir þér kleift að vista greinar til að lesa síðar. Þegar þú hefur uppfært í Windows 10 skaltu færa atriði úr forritinu Leslisti yfir í Microsoft Edge svo þau séu öll á einum og sama staðnum.

Halda áfram að lesa: færa atriði úr forritinu leslisti í microsoft edge

skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge

Skipta um sjálfgefnu leitarvélina í Microsoft Edge

Til að gera þetta skaltu setja upp nýja leitarvél og stilla hana sem sjálfgefna. Þannig er farið að:

Farðu á vefsvæði leitarvélarinnar.
Veldu „Fleiri aðgerðir“ „…“ > „Stillingar“ > Skoðaðu ítarlegar stillingar. Í listanum undir „Leita í veffangastikunni með“ skaltu velja „Bæta við nýju“.
Veldu vefsvæðið og svo „Bæta við“.
Athugaðu: Aðeins leitarþjónustuaðilar sem styðja OpenSearch-staðalinn birtast í þessum lista. Ef þeir gera það ekki er hér að finna upplýsingar um hvernig þeir geta gert það. Kíktu reglulega aftur hingað til að sjá hverjum hefur verið bætt á listann.
Ef þú vilt gera þetta vefsvæði að sjálfgefinni leitarþjónustu skaltu fara aftur í listann undir „Leita í veffangastikunni með“ og velja það.

muna aðgangsorð í microsoft edge

Muna aðgangsorð í Microsoft Edge

Þegar þú heimsækir vefsvæði sem krefst þess að þú skráir þig inn spyr Microsoft Edge hvort þú viljir láta muna notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Næst þegar þú heimsækir vefsvæðið fyllir Microsoft Edge út reikningsupplýsingarnar þínar. Aðgangsorð er sjálfgefið vistað, en svona geturðu kveikt eða slökkt á þessu:

Halda áfram að lesa: muna aðgangsorð í microsoft edge